Nýr þáttur á GameTíví með „nýja nálgun“

Rocket Mob er nýr þáttur á GameTíví.
Rocket Mob er nýr þáttur á GameTíví. Grafík/GameTíví

GameTíví bætir í dagskrána sína og fær til sín TikTok-stjörnuna Arnar Gauta Arnarsson, einnig þekktur sem lil curly, ásamt félögum.

Nýjasti dagskrárliðurinn í GameTíví er Rocket Mob þar sem þeir Arnar Gauti, Jakob Jóhann Veigarsson, Daði Snær Ingason sæta sviðsljósið og skemmta áhorfendum.

Þeir vinirnir hafa spilað mikið saman í gegnum tíðina og eru heldur en ekki vanir myndavélinni, þetta verður þó í fyrsta skiptið sem þeir spreyta sig á tölvuleikjastreymi.

Koma með nýja nálgun

Í samtali við mbl.is segir Arnar Rocket Mob líkjast útvarpsþáttum frekar en hefðbundnu streymi þar sem þáttastjórnendur grínast og jafnvel gera símaöt.

Rocket Mob-strákarnir verða í beinni útsendingu öll sunnudagskvöld klukkan 17:00 og verður hægt að fylgjast með þeim bæði á Twitch-rás GameTíví sem og á Stöð2 Esports.

„Við í GameTíví erum ótrúlega ánægð með samstarfið við Arena og strákana í Rocket Mob, en þeir koma með nýja nálgun og auka fjölbreytileika stöðvarinnar,“ segir Ólafur Þór Jóelsson í samtali við mbl.is.

mbl.is