Ragnarök er kominn með útgáfudag

God of War: Ragnarök.
God of War: Ragnarök. Grafík/Santa Monica

Sony staðfesti útgáfudag tölvuleiksins God of War: Ragnarök í dag með nýrri stiklu af leiknum.

Ragnarök kemur út fyrir bæði PlayStation 4 og 5 þann 9. nóvember en fer í forsölu þann 15. júlí.

Með því að kaupa leikinn í forsölu fá leikmenn hluti fyrir Kratos og Atreus í einskonar snjóþema en alls verða fjórar mismunandi útgáfur fáanlega í forsölu.

Ýmis fríðindi og safngripir

Hægt verður að kaupa hefðbundna útgáfu af leiknum en með lúxus-útgáfunum Deluxe, Collector's og Jötnar fylgja fleiri fríðindi og hlutir.

Jötnar-útgáfan virðist vera stærsta lúxusútgáfan af leiknum, en hún felur í sér vinyl-plötu, Mjölnisstyttu, kort, Draupnir og fleira en nánar um innihald lúxus-útgáfurnar má lesa hér.

Hér að neðan má horfa á nýjustu stikluna af Ragnarök.

mbl.is