Skipuleggja jarðarför fyrir leikinn

Red Dead Redemption er hlutverkaleikur sem gerist í villta vestrinu.
Red Dead Redemption er hlutverkaleikur sem gerist í villta vestrinu. Grafík/Rockstar Games

Í næstu viku verður komið ár síðan tölvuleikurinn Red Dead Online var uppfærður síðast og eru leikmenn byrjaðir að skipuleggja jarðarför fyrir leikinn.

Blood Money-uppfærslan fór í loftið þann 13. júlí á síðasta ári og virðist hafa verið síðasta uppfærslan á leiknum. Leikmenn taka því saman höndum og skipuleggja jarðarför fyrir leikinn, en hún fer fram þann 13. júlí í næstu viku.

Þá eru leikmenn beðnir um að klæða sig upp fyrir jarðarför, taka myndir af sér og deila með Red Dead News á Twitter.

„Hver er til í það? Jarðarför til fögnuðar um að eitt ár sé liðið frá því að Red Dead Online var yfirgefinn ?“ segir í tísti frá Red Dead News.

„Klæddu þig upp í bestu jarðarfararklæðin þín, fáðu vini þína með þér lið, merktu okkur á myndirnar og notaðu myllumerkin hér að neðan!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert