Skorar á þjóðþekkta einstaklinga í leik

Þorsteinn Friðfinnsson skorar á Andra Lucas Guðjohnsen í nýju þáttaröðinni …
Þorsteinn Friðfinnsson skorar á Andra Lucas Guðjohnsen í nýju þáttaröðinni Leikjakeppnin. Grafík/Liðakeppnin

Í dag hefst ný leikjaþáttaröð með Þorsteini „thorsteinnf“ Friðfinnssyni þar sem hann skorar á þjóðþekkta einstaklinga í tölvuleikjaspili.

Þorsteinn er leikmaður hjá rafíþróttaliðinu Dusty og mun keppa við þáttargesti í fjölbreyttum leikjum í nýju þáttaröðinni, Leikjakeppnin. Þá fá gestirnir að velja leik til þess að keppa í hverju sinni.

Fyrsti gesturinn er fótboltamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og hefur hann nú tækifæri til þess að sýna snilli sína í tölvuleikjum í beinni útsendingu sem og vinna til glæsilegra verðlauna frá stuðningsaðilum þáttarins.

„Fyrir svona kappgjarna menn er hreyknin yfir öllu, og í lok hvers þáttar þarf einhver að kyngja stoltinu og viðurkenna sigurvegarann sem sinn ofjarl í tölvuleikjum,“ segir í tilkynningu.

Þátturinn fer í loftið klukkan 16:30 og verður hægt að horfa á hann á Twitch-rás Þorsteins

mbl.is
Loka