Geta rekið Mjölni niður með afli

Fortnite-leikmenn geta spilað sem Hollywood-útgáfan af Þór.
Fortnite-leikmenn geta spilað sem Hollywood-útgáfan af Þór. Grafík/Epic Games

Nýir búningar í tölvuleiknum Fortnite gera leikmönnum kleift að klæða sig upp sem Hollywood-útgáfan af Þór.

Búningarnir fást með Gods of Thunder-pakkanum en hann kostar 2.500 V-Bucks, eða um 2.800 íslenskar krónur.

Pakkinn inniheldur meðal annars tvo Þór-búninga ásamt tveimur skartgripum fyrir bakið, tvo haka, sérstaka hreyfingu, biðskjásmynd og fleira.

Hreyfingin heitir „Bring the Hammer Down“ og lætur persónuna reka Mjölni niður í jörðina með miklu afli. Hún er hinsvegar aðeins í boði þegar spilað er sem Thor Odinson, Mighty Thor eða Captain America. 

Hér að neðan má sjá hreyfinguna en nánar um God of Thunder-pakkann má lesa í tilkynningu frá Fortnite.

mbl.is