Merk tímamót á landsmóti UMFÍ

Frá Landsmóti UMFÍ árið 2010
Frá Landsmóti UMFÍ árið 2010 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í ár verður keppt í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ í fyrsta skiptið og markar það ákveðin tímamót fyrir rafíþróttasenuna á Íslandi.

Mótið fer fram á Selfossi helgina 29. til 31. júlí og munu þá börn og ungmenni á aldrinum ellefu til átján ára spreyta sig í fjölmörgum íþróttagreinum.

Í rafíþróttaflokknum verður keppt í League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League, en bæði skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Unglingalandsmótsins.

Verði til mörg vinabönd

Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, segir þetta vera fagnaðarerindi og lítur björtum augum á mótið sem er framundan.

„Það verður íþróttaandi á Selfossi og við trúum því að það verði til mörg vinaböndin eftir þessa helgi,“ sagði Aron Ólafsson.

Þá hvetur hann foreldra einnig til þess að kynna sér fleiri íþróttir en keppendur á mótinu mega skrá sig í fleira en eina grein.

Unglingalandsmótið er vímulaus fjölskylduhátíð og verður nóg um að vera fyrir fjölskylduna. Á meðan mótinu stendur verður fjölbreytt afþreying og skemmtun í boði en dagskrána er hægt að nálgast með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert