HRingurinn snýr aftur stærri en áður

HRingurinn er LAN-mót þar sem fólk kemur saman og keppir …
HRingurinn er LAN-mót þar sem fólk kemur saman og keppir í tölvuleikjum. Grafík/HRingurinn

HRingurinn snýr aftur í næsta mánuði og verður nú stærri en nokkurn tímann áður. 

LAN-mótið er haldið af Símanum og Tvíund, hagsmunafélagi nemenda í tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík.

Á mótinu verður keppt í sjö leikjum og fer það fram frá 5. til 7. ágúst í Háskólanum í Reykjavík.

Keppt verður í Teamfight Tactics, Super Smash Bros Ultimate, Overwatch, League of Legends, Valorant, Counter-Strike: Global Offensive og Rocket League. 

Vinningar hafa aldrei verið veglegri á þessu móti en heildarvirði þeirra nema yfir 750.000 krónur.

Skráning er nú þegar hafin og fer fram á Challengermode en hægt er að nálgast hana á HRingurinn.net ásamt dagskránni.mbl.is