Vill fá „öfugan tilkynningartakka“

Riot Games, Valorant.
Riot Games, Valorant. Grafík/Riot Games

Aðdáendur tölvuleiksins Valorant hafa komið með uppástungu fyrir nýtt heiðurskerfi sem þeir myndu vilja sjá í leiknum.

Í Valorant hefur góð hegðun leikmanna og vinalegur keppnisandi oft verið ábótavanur. Nú hafa aðdáendur leiksins hinsvegar komið með uppástungu að nýju heiðurskerfi til þess að takast á við þetta.

Vill geta hælt öðrum

Reddit-notandinn rookcookie stofnaði nýlega til umræðu á Reddit þar sem hann tjáði netverjum að hann myndi vilja hafa „öfugan tilkynningartakka“. Þá þar sem hann gat hælt samspilurum sínum fyrir að góða framkomu í garð annarra, öfugt við að tilkynna leikmenn fyrir slæma framkomu.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem að slík hugmynd hefur komið upp fyrir tölvuleiki sem þennan. Nokkrir leikir bjóða upp á að geta veitt samspilurum sínum góðar umsagnir og má þar nefna tölvuleikinn League of Legends, sem er frá Riot Games eins og Valorant.

Hrósa hverjum öðrum

Í League of Legends er sérstakt heiðurskerfi, þar sem leikmenn geta ekki bara tilkynnt aðra fyrir slæma hegðun heldur einnig hrósað þeim fyrir góð samskipti, framkomu, spilamennsku og fleira innanleikjar.

Counter-Strike: Global Offensive og Overwatch eru einnig með slík kerfi þar sem hægt er að hrósa öðrum leikmönnum fyrir framkomu, hæfni, samskipti og þar fram eftir götunum.

Þar sem Riot Games hefur það að markmiði að styrkja Valorant-samfélagið, eins og að takast á við strumpavandamálið (e. smurf problem), þá eru háar líkur á að fyrirtækið komi upp einhverskonar verðlaunakerfi í Valorant síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert