Styttist í úrslit Masters Copenhagen

Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. …
Síðasta meistaramótið fyrir heimsmeistaramótið í Valorant fer fram í Kaupmannahöfn. VCT Masters Copenhagen. Grafík/Riot Games

Nú styttist í síðustu leiki VCT Masters Copenhagen þar sem úrslitakeppnin fer fram um helgina, en einungis fjögur lið eru eftir.

Liðin Paper Rex, OpTic, Fnatic og FPX munu etja kappi við hvort annað í Valorant fyrir framan áhorfendur í sal á alþjóðlegum viðburði í fyrsta skiptið, innan veggja Forum Copenhagen.

Fyrstu níu dagar keppninnar voru spennuþrungnir og þurftu OpTic og LOUD til dæmis að endurtaka leikinn í útsláttarkeppninni.

Á föstudaginn hefjast leikir á ný þegar Paper Rex og OpTic spila fyrsta leik úrslitakeppninnar,  Fnatic og FPX taka síðan við músinni og spila þann seinni.

Masters Copenhagen er síðasta mótið fyrir heimsmeistaramótið og liggur því mikið undir, en hægt verður að fylgjast með á Twitch, YouTube eða úr salnum í Kaupmannahöfn.

Úrslitaleikurinn verður spilaður á sunnudaginn og verður blaðamaður mbl.is á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert