Skildi eftir kveðjubréf og stökk fram af

Ljósmynd/Unsplash/Kristina Tripkovic

Efnishöfundurinn C. Dheena, betur þekktur sem „SeLFlo“, framdi sjálfsvíg en skildi eftir sig kveðjubréf á samfélagsmiðlinum Twitter ásamt myndbandi á YouTube, sem nú hefur verið fjarlægt.

Hann lét lífið er hann stökk fram af byggingu snemma í morgun, en lík hans hefur verið flutt til Osmania-spítalans til krufningar.

SelfLo bjó til myndbönd úr tölvuleiknum Valorant og hafði gert um nokkurn tíma, en hann hefði orðið 23 ára gamall síðar á árinu.

„Hæ þið, hvernig hafið þið öll það? Ég vona að dagurinn ykkar sé góður! Ég er búinn að þjást mikið,“ segir í tístinu ásamt viðhengi að kveðjubréfinu sjálfu.

Áföll og erfiðleikar alla ævi

Í kveðjubréfinu greinir hann frá sársauka sínum og segist hafa orðið fyrir mörgum áföllum í gegnum ævina. 

„Ég er nokkuð viss um að ég geti ekki kallað fram einlæg og góð augnablik úr einkalífi mínu. Aðeins nokkur frá því stafræna,“ segir meðal annars í kveðjubréfinu.

„Ég er ekki ónýtur, ég er mauk, duft úr gleri, rotnandi lík sem ekki hægt er að lífga við. Ef ég lifi þetta af, sem ég er nokkuð viss um að ég geri ekki, verð ég bitrasta manneskjan í heiminum.“

Elskaði eina sérstaklega

SeLFlo greindi einnig frá þeim sem hann leit upp til og sinna bestu vina, ásamt sérstakri manneskju sem hann kynntist fyrr í mánuðinum. Af bréfinu að dæma var hann sérstaklega náinn þessarri manneskju og biður hana afsökunar og segist elska hana.

„Mér þykir þetta leitt, ég hafði engra annarra kosta völ, þú hefur ennþá tíma og getur brotið vítahringinn í eitt skipti fyrir öll. Vertu sterk, systir,“ segir hann meðal annars.

„Ég fokking elska þig, til endalokanna, alltaf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert