Tóku þá í bakaríið í Kaupmannahöfn

Kyrylo „ANGE1“ Karasov í FunPlus Pheonix fagnar sigurleik gegn OpTic …
Kyrylo „ANGE1“ Karasov í FunPlus Pheonix fagnar sigurleik gegn OpTic Gaming í undanúrslitum Masters Copenhagen. Ljósmynd/Riot Games

Undanúrslitin í Masters Copenhagen voru spiluð fyrr í kvöld af OpTic Gaming og FunPlus Pheonix.

Mikil spenna var í salnum og byrjaði OpTic Gaming viðureignina með því að vinna fyrstu tvo leikina. FPX var ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil og náði fljótt yfirhöndinni með því að vinna hvern leikinn á eftir öðrum.

Óhætt er að segja að FPX hafi tekið OpTic Gaming í bakaríið en í lok viðureignar var staðan 3:1 FPX í hag.

FPX koma því sterkir inn á þetta mót og bæta upp fyrir að hafa ekki komist á Masters Reykjavík sem fór fram fyrr á árinu. 

Úrslitaviðureignin fer síðan fram á morgun en þá mætast FPX og Paper Rex klukkan 15:00 og leggja allt undir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert