BEINT: Úrslit Masters Copenhagen

Erik „d00mbr0s“ Sandgren, þjálfari FunPlus Phoenix fylgist með.
Erik „d00mbr0s“ Sandgren, þjálfari FunPlus Phoenix fylgist með. Ljósmynd/Riot Games

Úrslitaviðureignin í Masters Copenhagen er hafin en það eru liðin FunPlus Pheonix og Paper Rex sem keppa um fyrsta sætið.

Nú mætast stálin stinn þar sem FPX hefur komið mjög sterkt inn á mótið og ekkert gefið eftir.

Paper Rex er heldur ekkert lamb að leika við og hefur þar að auki fengið meiri tíma til þess að hvíla sig á milli leikja. Paper Rex keppti síðast á föstudaginn og vann þá OpTic Gaming 2:1 á meðan FPX keppti síðast í gær.

Óhætt er að segja að spenanndi viðureign sé framundan en vert er að nefna að uppselt var á úrslitin í kvöld, sem fara fram í Forum í Kaupmannahöfn.

Hér að neðan er hægt að horfa á úrslitin í beinni útsendingu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert