Dragdrottningar taka yfir í kvöld

Í kvöld fer fram sérstakt hinseginstreymi á GameTíví.
Í kvöld fer fram sérstakt hinseginstreymi á GameTíví. Grafík/GameTíví

Hinsegindögum verður fagnað á GameTíví í kvöld þegar dragdrottningar taka stjórnina og sæta sviðsljósið.

Klukkan 21:00 munu þrjár dragdrottningar frá ApocalypsticK taka yfir GameTíví og vera með sérstakt hinseginstreymi til fögnuðar um hinsegindaga.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem GameTíví tekur þátt í hinsegindögum með þessum hætti,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, einnig þekktur sem Óli Jóels, hjá GameTíví í samtali við mbl.is.

„Þessar mögnuðu dragdrottningar höfðu samband og við vorum ekki lengi að slá til.“

Gay-merar taka upp fjarstýringuna

Tölvuleikurinn Phasmophobia verður spilaður í kvöld og þá af „alvöru gay-merum“ sem eru allir ólíkir og spila á sinn eigin hátt. 

„Náttúrulega erum við smá stressuð en samt aðalega spennt,“ segir Magnús Dagur Gottskálksson í samtali við mbl.is, en hann er einn þeirra sem mun koma fram í kvöld.

„Við elskum öll drag og tölvuleiki þannig að það verður gaman að blanda þessum tvemur áhugamálum saman!“

Hver veit hvað kvöldið ber í skauti sér

Magnús segir áhorfendur mega búast við hlátri, grátri, og að sjálfsögðu tölvuleikjum en bætir við að hvað sem er gæti gerst í kvöld.

Hægt verður að horfa á GameTíví í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví eða á Stöð2 Esports klukkan 21:00 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert