Helmingur leikmanna spilar í fyrsta skiptið

Diablo Immortal.
Diablo Immortal. Grafík/Activision Blizzard

Óvæntar niðurstöður fengust úr ársfjórðungsuppgjöri Activision Blizzard í sambandi við leikmannahóp Diablo Immortal.

Diablo Immortal hefur verið mjög farsæll í sambandi við leikmannafjölda, en yfir 30 milljón leikmenn eru skráðir eftir að hann var gefinn út í Kína og þar af 27 milljónir sem spila hann reglulega.

Ársfjórðungsuppgjör frá Blizzard sýndu frá óvæntum niðurstöðum í sambandi við leikmenn í Diablo Immortal. Það er að meir en helmingur þeirra spila á nýjum Blizzard-aðgangi.

Aldrei áður spilað leik frá Blizzard

Í gegnum árin hafa leikmenn þurft að búa til Blizzard-aðgang til þess að geta spilað leiki frá fyrirtækinu. Það þýðir að meir en helmingur Diablo-leikmanna hafa aldrei áður spilað leiki frá Blizzard.

Uppgjörin komu að öðru leyti vel út fyrir fyrirtækið, en virkum leikmönnum fer fækkandi og enginn Call of Duty virðist vera á dagskrá á næsta ári.

Vekja því þessir nýju leikmenn því athygli og gætu í raun verið bjargvættur fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert