Hinsegingleði hefst í Arena í kvöld

Rafíþróttahöllin Arena fagnar hinsegindögum í kvöld.
Rafíþróttahöllin Arena fagnar hinsegindögum í kvöld. Grafík/Arena

Hinsegindögum verður fagnað í rafíþróttahöllinni Arena í kvöld með fjölbreyttum keppnum, tilboðum á barnum og fleiru.

Er þetta kjörið tækifæri fyrir hinsegin tölvuleikjaspilara til þess að kynnast hverjum öðrum og mynda tengsl í gegnum tölvuleikjaspilun eða annars konar skemmtun.

Viðburðurinn var skipulagður af þjálfarateymi Arena og hefst klukkan 18:00 í kvöld.

Þá verður keppt í fjölbreyttum leikjum yfir kvöldið og verða þjálfarar innan handar til þess að aðstoða fólk og koma því af stað.

Fyrir utan keppni í hinum ýmsu tölvuleikjum fer einnig fram eftirhermu-keppni. Þá mun sá sem mætir í flottasta búningnum vinna hundrað klukkustundir af spilatíma í Arena.

Miðinn kostar 2.990 krónur og felur í sér spilatíma yfir allt kvöldið ásamt hlaðborði af pizzum. Á barnum verða einnig tilboð á bjór og ákveðnum kokteilum fram að lokun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert