Sandra gerist götuköttur með nýju moddi

Sandra er ein af þremur kettlingum Regínu í Hefðarköttunum.
Sandra er ein af þremur kettlingum Regínu í Hefðarköttunum. Grafík/Disney

Götukötturinn í Stray hefur svo sannarlega vakið mikla aðdáun á meðal tölvuleikjaspilara frá því að hann kom út í síðasta mánuði. 

Nú þegar eru moddarar farnir að setja sinn eigin svip á tölvuleikinn og geta leikmenn t.d. spilað sem guli og feiti kötturinn Grettir eða hvíti kettlingurinn Sandra úr Hefðarköttunum.

Hefðarköttur í nýju umhverfi

Nýtt mod fyrir tölvuleikinn Stray frá Huckleberrypie gæti vakið upp nostalgíu við spilun leiksins þar sem það færir Hefðarkettina inn í heim Stray.

Þegar leikmenn hafa sett upp moddið geta þeir spilað sem litli hvíti kettlingurinn, Sandra, í staðinn fyrir upprunalega götuköttinn. Vert er að nefna að þróunaraðilar Stray byggðu götuköttinn í leiknum á raunverulegum götuketti sem þeir tóku að sér.

Allir vilja vera köttur klár

„Allir vilja vera köttur, og ég hugsaði að ég ætti að setja Söndru úr Hefðarköttunum inn í leikinn þar sem hann minnti mig á þegar fólkið mitt fór í Disneyland í Tókíó fyrir nokkrum árum síðan,“ skrifaði Huckleberrypie.

„Svo virðist sem hún hafi þó nokkra aðdáendur í Japan vegna tilhneiginar þeirra til alls sem er kawaii, upp að því marki að sérstakur varningur og teiknimyndasögur af henni voru gefnar út.“

Þeir sem hafa áhuga á að skoða þetta mod nánar geta fundið það með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert