Fjórða tímabilið í Shadowlands er hafið

Fjórða tímabilið í World of Warcraft Shadowlands er hafið.
Fjórða tímabilið í World of Warcraft Shadowlands er hafið. Grafík/Activision Blizzard

Fjórða tímabilið í World of Warcraft Shadowlands er hafið og felur í sér endurkomu átta dýflissa frá fyrri aukapökkum, ný verðlaun og fleira.

Í hverri viku mun ein af þremur Shadowlands-ránsferðum vera merkt sem „Fated“. Þær ránsferðir eru Castle Nathria, Sanctum of Domination og Sepulcher of the First Ones og munu endakarlar þeirra einnig vera „Fated“.

Ný verðlaun sem leikmenn geta unnið sér inn eru meðal annars nýr reiðskjóti, nýr titill, fjarskiptagræjur (e. teleporter) og fleira.

Nánar um þetta má lesa hér í færslu frá Blizzard en hér að neðan er kynningarstikla um fjórða tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert