Um 300 manns skráðir á HRinginn

HRingurinn er LAN-mót þar sem fólk kemur saman og keppir …
HRingurinn er LAN-mót þar sem fólk kemur saman og keppir í tölvuleikjum. Grafík/HRingurinn

Nú fer hver að verða seinastur til þess að skrá sig á eitt stærsta LAN-mótið á Íslandi, HRinginn, sem hefst á morgun.

HRingurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík frá 5. til 7. ágúst, en hann hefur aldrei verið stærri en nú. Skipuleggjendur vinna hörðum höndum við að undirbúa aðstöðuna. Það þarf til dæmis að huga að internet-tengingu, stólum, borðum og fleiru.

Keppendur geta valið á milli sjö mismunandi leikja til þess að keppa í og hafa um 300 manns skráð sig nú þegar. Vert er að nefna að á stærsta HRing fram að þessu voru 307 keppendur.

Í verðlaunapottinum eru 750.000 íslenskar krónur í „beinhörðum peningum“ sem er einnig meira heldur en nokkurn tímann áður.

„Við höfum áður verið með verðlaun upp á 500.000 í gjafabréfum og pening. Í ár erum við með 750.000 í beinhörðum pening í verðlaun,“ segir Hafliði Örn Ólafsson, betur þekktur sem Flati, í samtali við mbl.is en hann er einn af mótastjórum HRingsins í ár.

„Við erum mjög spennt að halda HRinginn og við vonum að keppendur séu tilbúnir að mæta á alvöru LAN eftir COVID.“

Nánar um HRinginn og dagskrána má finna með því að fylgja þessum hlekk en skráningu er að finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert