Sérfræðingur í köttum rýnir í Stray

Jackson Galaxy er sérfræðingur í atferli katta og er þar …
Jackson Galaxy er sérfræðingur í atferli katta og er þar að auki með þættina My Cat From Hell á Animal Planet. Skjáskot/YouTube

Götukötturinn í tölvuleiknum Stray hefur svo sannarlega áunnið sér hylli tölvuleikjaspilara og kattarvina víðsvegar um heiminn.

Kötturinn hefur nú vakið athygli kattarsérfræðingsins Jackson Galaxy, í þáttaröðinni My Cat From Hell á Animal Planet, og rýnir hann í tölvuleikinn og ræðir í nýju myndbandi á YouTube.

Mikil reynsla af köttum

Galaxy er sérfræðingur í hegðun og vellíðan katta. Vert er að nefna að hann býr að yfir 25 ára reynslu af því að vinna með köttum og eigendum þeirra.

Hefur hann þá aðstoðað eigendur með ýmis vandamál sem kunna að fylgja köttum. Til dæmis í sambandi við notkun sandkassa, hegðunarvandamál og grimmd, farið yfir næringarfræðslu katta og þar fram eftir götunum.

Í myndbandinu hér að neðan kafar hann í tölvuleikinn Stray. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert