Keppt í Smash Bros um helgina

Super Smash Bros Ultimate.
Super Smash Bros Ultimate. Grafík/Nintendo

Keppt verður í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate um helgina í Kópavogi.

Íslenska mótaröðin Zoner's Paradise fer af stað með mót á sunnudaginn í rafíþróttahöllinni Arena og hvetur mótastjóri byrjendur sem og lengra komna til þess að mæta og taka þátt.

Mótið sjálft hefst klukkan 13:00 og er opið öllum aldurshópum en keppendur sem ekki hafa náð sextán ára aldri fá afslátt á þátttökugjaldinu.

Þátttökugjaldið hljóðar upp á 1.900 krónur en yngstu keppendurnir greiða aðeins 1.000 krónur.

Nánar um mótið sem og skráningu má finna með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is