Kynna nýja innskráningarleið fyrir Oculus

Oculus gerir fólki kleift að sjá sýndarveröld og nota hendurnar …
Oculus gerir fólki kleift að sjá sýndarveröld og nota hendurnar innan hennar með stýripinnum.

Þökk sé nýjustu uppfærslunni á Oculus Quest 2-sýndarveruleikagleraugunum eru notendur ekki lengur knúnir til þess að tengja Facebook-aðganginn sinn við þau.

Greint var frá uppfærsluatriðunum með bloggfærslu og þar kemur fram að fleiri breytingar hafi verið gerðar í sambandi við félagsleg samskipti í gegnum Quest 2 og Meta-aðganga.

Fyrir utan það að ný leið til innskráningar var kynnt, munu Oculus-aðgangar nú breytast í Meta Horizon-aðganga. Þar að auki breytast tengdir vinir notenda í fylgjendur, líkt og á Instagram.

Með uppfærslunni fylgir einnig Meta Quest Guide, leiðbeiningar um notkun og möguleika Oculus í myndbandsformi. Þar geta notendur lært að nýta græjuna til fulls.

Nánar um þetta má lesa í bloggfærslunni sjálfri.

mbl.is