Ruglaðist á skurðarbretti og fartölvu

Guðrún Ósk Þórudóttir.
Guðrún Ósk Þórudóttir. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Ósk Þórudóttir vakti nýlega athygli á samfélagsmiðlum fyrir klaufaskap en hún birti myndband af óhappinu.

Í myndbandinu byrjar hún á að segja frá því að hún hafi verið að skera ananas fyrir dóttur sína og sýnir áhorfendum skurðarbrettin sín fjögur, tvö ljós bretti úr við og tvö úr svörtu plasti.

Hinsvegar varð einhver ruglingur á og skar hún ananasinn óvart á svartri fartölvunni sinni.

„Þegar þú ert búin að steikja ADHD-heilann í þér með lærdómi þá skeður einhver svona vitleysa,“ segir Guðrún undir myndbandinu.

Tölvur er því hægt að nota á marga vegu, ekki aðeins til tölvuleikjaspilunar, lærdóms eða vinnu.

Hér að neðan má horfa á myndbandið.

@gudrunosk4 Þegar þú ert búin að steikja adhd heilann í þér með lærdómi þá skeður einhver svona vitleysa 🤷🏽‍♀️ #adhdinwomen #adhdmother #sleepy ♬ original sound - gudrunosk4mbl.is