Fyrstu viðureignir spilaðar á morgun

Heimsmeistaramótið í Valorant á þessu ári fer fram í Istanbúl.
Heimsmeistaramótið í Valorant á þessu ári fer fram í Istanbúl. Grafík/Riot Games

Heimsmeistaramótið í Valorant hefst á morgun þegar Edward Gaming og Paper Rex mætast í opnunarviðureign VCT Champions.

Edward Gaming og Paper Rex spila opnunarviðureignina klukkan 14:00 á íslenskum tíma en Team Liquid og Leviatán taka síðan við músinni klukkan 17:00.

Alls keppa sextán af bestu liðum heims á mótinu en það fer fram í Istanbúl í Tyrklandi að þessu sinni.

Hægt er að fylgjast með viðureignum í beinni útsendingu á Twitch eða beint úr salnum í Istanbúl.

Fyrstu viðureignir fara semsagt fram á morgun en mótið stendur mótið yfir fram að 18. september.

Frá 16. og 18. september verða undanúrslitin og úrslitin spiluð með tilheyrandi krýningu nýs heimsmeistara í Valorant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert