Ljósleiðaradeildin hefur göngu sína á ný

Ljósleiðaradeildin.
Ljósleiðaradeildin. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Sjöunda tímabil Ljósleiðaradeildarinar hefst síðar í mánuðinum og hefur liðum í efstu deildinni fjölgað um tvö frá síðasta tímabili.

Liðum í efstu deildinni hefur því fjölgað úr átta í tíu og eftirfarandi lið eru þau sem munu taka þátt á þessu tímabili í Ljósleiðaradeildinni.

Dusty

Þór

Ármann

Fylkir

Ten5ion

Breiðablik

LAVA

SAGA

Viðstöðu

 

Nóg um að vera á næstunni

Deildarkeppnin hefst þann 13. september og stendur yfir fram að 16. febrúar, en þá taka Meistaramótin við. Þau standa yfir frá 19. til 25. mars. 

Keppt verður á þriðju- og fimmtudögum en RÍSI heldur tvo „ofurlaugardaga“ á tímabilinu þar sem verður spilað heila umferð. Ofurlaugardagarnir eru 15. október og 21. janúar.

Íslenska BLAST-umspilið fer svo fram frá 13. til 26. nóvember en í myndinni hér að neðan má skoða dagatal yfir tímabilið.

Streymt verður frá öllum viðureignum á Twitch-rás RÍSÍ.

Dagatal yfir þetta tímabil í Counter-Strike: Global Offensive.
Dagatal yfir þetta tímabil í Counter-Strike: Global Offensive. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert