„Við bara slátruðum þessu eiginlega“

Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús …
Leikmenn Atgeira f.v. Steinn Kári Pétursson, Kristján Logi Guðmundsson, Magnús Hinrik Bragason, Aron Páll Símonarson, Rúnar Óli Eiríksson. Í miðjunni er Fannar Logi Bragason, þjálfari Atgeira. mbl.is/Óttar Geirsson

Rafíþróttaliðið Atgeirar fór með glæstan sigur af hólmi um helgina á Overwatch-móti sem fór fram í rafíþróttahöllinni Arena.

Atgeirar töpuðu ekki einu korti á mótinu og átti með því mjög sannfærandi sigur, en vert er að nefna að liðið hefur nú unnið þrjú lanmót í röð.

„Það gekk bara mjög vel, við bara slátruðum þessu eiginlega,“ sagði Magnús Hinrik Bragason „avvii“, leikmaður Atgeira, í samtali við mbl.is eftir sigurinn.

Bjuggust við öðru liði í úrslitum

Liðsmenn Atgeira fóru inn í mótið fullir sjálfstrausts og kom sigurinn þeim ekki á óvart, hinsvegar voru þeir hissa á því að sjá ekki keppnislið NÚ í úrslitum.

„Við vorum mjög spenntir fyrir NÚ,“ sagði Fannar Logi Bragason „TheChosenOne“, þjálfari Atgeira, í samtali við mbl.is og bætir við að NÚ hafi lofað góðu, enda með öfluga leikmenn, góða aðstöðu og tvo þjálfara.

Mætast aftur í Almenna Helgarmótinu

Almenni í Overwatch er að hefjast á ný eftir hlé, en Almenna Helgarmótið fer fram næstu og þarnæstu helgi. Þá er keppt í Opnu deildinni næstu helgi og Úrvalsdeildinni þarnæstu.

Atgeirum hlakkar því mikið til að mæta þeim í Almenna 

„Við búumst við því að þeir verði betri í Helgarmótinu,“ sagði Rúnar Óli Eiríksson „Rúnki“, leikmaður Atgeira, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert