Opna skráningu í Ljósleiðaradeildina

Ljósleiðaradeildin í CS:GO.
Ljósleiðaradeildin í CS:GO. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Haustið er svo sannarlega gengið í garð sem þýðir að Ljósleiðaradeildin fer aftur af stað.

Skráning hafin í deildirnar

Komið er að sjöunda tímabili Ljósleiðaradeildarinnar og er skráning hafin fyrir neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike: Global Offensive.

Lið sem kepptu á síðasta tímabili deildarinnar halda sæti sínu ef þau skrá sig og greiða þátttökugjaldið fyrir 21. september, en skráningarformið má nálgast með því að fylgja þessum hlekk.

Niðurstöður til hliðsjónar

Skráning er einnig opin í Fast-Track-mót deildarinnar en ekki er nauðsynlegt að taka þátt í því til þess að fá sæti í deildinni. Hinsvegar verða niðurstöður mótsins til hliðsjónar þegar mótastjórn raðar í deildir með opin pláss.

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í mótinu en þátttökugjald fyrir deildarkeppnina hljóðar upp á 25.000 krónur. 

Nánari upplýsingar um neðri deildir Ljósleiðaradeildarinnar má nálgast á heimasíðu RÍSÍ en Fast-Track-mótið er að finna á Challengermode.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert