Dusty gerast deildarmeistarar í Valorant

Dusty.
Dusty. Grafík/Dusty

Tölvuleikurinn Valorant hefur verið að ryðja sér til rúms í rafíþróttasenunni og hefur íslenska liðið Dusty nú komið sér upp um Valorant-lið sem þar að auki gerðist deildarmeistari í leiknum um helgina.

Dusty kynnti liðið á Twitter-aðgangi sínum og greindi þar frá leikmannahópnum, en athygli vekur sérstaklega á einum leikmanni í liðinu.

Eins og kemur fram í Twitter-færslunni hér að neðan spilar Heiðar Flóvent Friðriksson „Midgard“ með Dusty í Valorant, en hann er fyrrum leikmaður Dusty í Counter-Strike: Global Offensive.

Liðið spilaði til sigurs í Úrvalsdeildinni sem lauk um helgina og gerðist með því deildarmeistari í Valorant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert