Spennan magnast í Istanbúl

Frá heimsmeistaramótinu í Valorant, Valorant Champions í Istanbúl.
Frá heimsmeistaramótinu í Valorant, Valorant Champions í Istanbúl. Ljósmynd/Riot Games/Colin Young-Wolff

Það styttist í úrslitin á heimsmeistaramótinu í Valorant, Valorant Champions, en útsláttarkeppnin hófst á föstudaginn.

Leviatán og LOUD spiluðu fyrstu viðureign útsláttarkeppninnar og gengu LOUD frá borði eftir 2:0 sigur.

Við tóku liðin FunPlus Pheonix, sem vann á Masters Copenhagen, og DRX. FunPlus Pheonix mætti þar ofjarli sínum þrátt fyrir harða baráttu en DRX vann viðureignina 2:0.

Á laugardaginn spiluðu Team Liquid og OpTic Gaming fyrri viðureign dagsins sem fór að lokum 2:1 fyrir OpTic Gaming.

Seinni viðureignina spiluðu liðin Fnatic og XSET en staðan í lok viðureignar var 2:0 XSET í hag.

Spilað upp á áframhald

Í gær spiluðu fjögur lið upp á áframhald í keppninni svo spennan var mikil, en FunPlus Pheonix og Leviatán spiluðu fyrri viðureignina.

FPX hafði betur af og heldur því áfram en við tóku Fnatic og Team Liquid. Fnatic tryggði sér áframhaldandi sæti í keppninni með 2:0 sigri gegn Team Liquid.

LOUD og DRX hófu daginn í dag þegar þeir mættu til leiks og er hægt að horfa á viðureignina í beinni útsendingu á Twitch eða YouTube, en eftir viðureign LOUD og DRX mætast liðin XSET og OpTic Gaming.

mbl.is