Skráning opin í Arena-deildina

Arena-deildin í Rocket League.
Arena-deildin í Rocket League. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands/Arena

Íslensk lið hafa verið að setja sig í stellingar fyrir komandi tímabil Arena-deildarinnar í Rocket League, en nú er tímabilið alveg að bresta á.

Nú hefur mótastjórn opnað fyrir skráningu í deildina og hvetur áhugasama keppendur til þess að hafa hraðar hendur þar sem fyrstu viðureignir verða spilaðar í lok þessa mánaðar.

Neðri deildir fara af stað þann 29. september og verður lokað fyrir skráningu í þær klukkan 23:59 á mánudeginum 26. september.

Keppnislið geta skráð sig með því að fylgja þessum hlekk og hljóðar þátttökugjald neðri deilda upp á 5.000 krónur fyrir tímabilið.

mbl.is
Loka