Elko býður á fræðslukvöld í Arena

Arnar Hólm Einarsson, umsjónarkenari rafíþróttabrautarinnar í grunnskólanum NÚ.
Arnar Hólm Einarsson, umsjónarkenari rafíþróttabrautarinnar í grunnskólanum NÚ. mbl.is/Hákon Pálsson

Arnar Hólm Einarsson, umsjónarkennari rafíþróttabrautar NÚ og fræðslustjóri RÍSÍ, flytur fyrirlestur um rafíþróttir fyrir Elko í rafíþróttahöllinni Arena í næstu viku.

Elko býður foreldrum að koma á ókeypis fræðslukvöld þann 21. september í Arena á Smáratorgi.

Fer um víðan völl

Þar hyggst Arnar Hólm ræða heilbrigða ástundun barna og unglinga á rafíþróttum og þau  jákvæðu áhrif sem iðkun þeirra getur haft. 

Þar að auki mun hann deila reynslusögum úr rafíþróttastarfi félagsmiðstöðva og fara yfir það hvernig foreldrar og börn geta átt í opnum og góðum samskiptum um rafíþróttir.

Vert er að nefna að Arnar Hólm býr að mikilli reynslu í þessum málum. Hann hefur lokið þjálfaranámskeiðum hjá rafíþróttasamtökum í Svíþjóð og Danmörku. Þar fyrir utan er hann fyrrverandi starfsmaður heimilis fyrir afvegaleidd börn og ungmenni.

Tækifæri fyrir foreldra

Foreldrar fá tækifæri til þess að spyrja spurninga eða hefja umræður á viðburðinum þar sem Arnar tekur við spurningum í lok fyrirlesturs.

Viðburðurinn stendur yfir í um eina og hálfa klukkustund en vegna takmarkaðs sætafjölda er fólk beðið um að skrá sig með því að smella á þennan hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert