Breiðabliki spáð sigri í deildinni

Arena-deildin í Rocket League.
Arena-deildin í Rocket League. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Nú, í aðdraganda leiktíðar Arena-deildarinnar fengu Rafíþróttasamtök Íslands leikmannaspá frá öllum liðum úrvalsdeildarinnar til þess að setja fram heildarspá fyrir tímabilið, sem hefst á miðvikudaginn.

Leikmenn hittust nýlega í opnunarveislu í Arena og ræddu við starfsmenn RÍSÍ og spáðu í spilin.

Hefndarhugur, spenna og systkinaslagur

Vert er að nefna að liðin Midnight Bulls og Þór líta á hvort annað sem sinn helsta andstæðing á komandi tímabili.

Í umspilskeppninni fyrir úrvalsdeildina tapaði Pushin P. á móti Breaking Sad. Engu að síður komst liðið inn í Arena-deildina þar sem KR sagði sig úr keppni á síðasta tímabili - og skildi þar af leiðandi eftir sig autt sæti.

Vegna þess segjast leikmenn Pushin P. vera í hefndarhug gagnvart Breaking Sad.

Eins er nokkuð um systkini sem keppa á tímabilinu. Ousic og Toni Chris eru bræður sem spila hvor í sínu liðinu. Ousic spilar fyrir Þór en Toni fyrir Midnight Bulls.

Keppnislið mæta síðan tvíburunum Bobba og Haxfaðir, en þeir spila saman í Midnight Bulls.

Ljóst er að spennandi tímar eru framundan í Arena-deildinni, en Breiðabliki er spáð sigri á deildinni. LAVA Esports er spáð öðru sæti og Þór því þriðja. 

Hér að neðan má sjá heildarspá fyrir tímabilið.

1. sæti: Breiðablik

2. sæti: LAVA Esports

3. sæti: Þór

4. sæti: Midnight Bulls

5. sæti: 354 Esports

6. sæti: Pushin P.

7. sæti: Breaking Sad

8. sæti: BluelaGOONS 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert