Riot Games greinir frá dagskrá VCT næsta árs

VCT 2023.
VCT 2023. Grafík/Riot Games

Riot Games hefur gefið upp upplýsingar um smáatriði, nýja viðburði og dagskrá VCT-mótaröðinnar fyrir næsta ár.

Riot fagnar upphafi nýs tímabils með því að bjóða öllum samstarfsliðum til Sao Paulo í Brasilíu á eitt stærsta alþjóðlega mótið í sögu VCT.

Mótið verður eitt sinnar tegundar og hefst í febrúar. Það stendur yfir í þrjár vikur og verður sigurvegarinn krýndur snemma í mars. Sigurliðið vinnur aukapláss fyrir deildina sína á fyrsta alþjóðlega viðburði tímabilsins, Masters.

Dagatal VCT-mótaröðinnar í Valorant 2023.
Dagatal VCT-mótaröðinnar í Valorant 2023. Grafík/Riot Games

Gera drauma að veruleika

„Ástríða Valorant-samfélagsins hvatti okkur til þess að hugsa stórt og þróa Valorant Champions-mótaröðina til þess að mæta þeim yfirþyrmandi kröfum sem við sjáum í hverju heimshorni, “sagði Whalen Rozelle, framkvæmdastjóri rafíþrótta hjá Riot Games.

„Árið 2023 munum við nýta allt sem við höfum lært, bæta við nýjum hugmyndum og mynda samstörf sem munu hjálpa okkur að gera drauma okkar fyrir næstu útgáfu af VCT að veruleika.“

Seinna alþjóðlega mót ársins, Masters, snýr svo aftur í júní og munu þá bestu lið hverrar alþjóðlegu deildar taka þátt í því. Þessi viðburður mun verðlauna efstu liðunum frá hverju svæði með þátttökurétt á heimsmeistaramótinu, Valorant Champions.

Síðasti séns um sumarið

Í júlí munu Síðasta Séns-umspilsmótin (e. Last Chance Qualifiers) fara af stað, þar sem bestu keppnisliðin sem hafa ekki enn unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótið fá tækifæri til þess að koma sér inn á það. Eftir hvert af þremur LCQ-mótum mun eitt lið komast inn í heimsmeistaramótið.

„Verkefnið verður mjög einfalt. Tryggðu þér heimsmeistarabikarinn og skrifaðu nafn þitt í sögubækurnar,“ segir í tilkynningu frá Riot Games.

Nánar um þetta og liðin sem taka þátt má finna með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert