Gefa þeim 200.000 krónur sem spáir rétt um úrslit í deildinni

Viltu vinna 200.000 krónur fyrir rétta spá á Arena-deildinni? NTV-skólinn …
Viltu vinna 200.000 krónur fyrir rétta spá á Arena-deildinni? NTV-skólinn og Arena-deildin halda spákeppni fyrir þetta tímabil þar sem sá sem spáir rétt fyrir deildinni vinnur 200.000 krónur. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Ertu spámannlega vaxin(n)? NTV skólinn og RLÍS halda spákeppni fyrir Arena-deildina í Rocket League. Sá/sú sem spáir rétt fyrir um úrslitin í deildinni hlýtur 200.000 krónur í vinning.

Þátttakendur spá fyrir um úrslit í deildinni með því að raða liðunum í rétt sæti í þessu eyðublaði. Lokað verður fyrir þátttöku í keppninni laugardaginn 1. október klukkan 23:59.

Spákeppnin er aðeins fyrir Arena-deildarkeppnina,  sem lýkur þann 11. nóvember.

Sigurvegari spákeppninnar verður tilkynntur í beinni útsendingu á fyrsta degi úrslitakeppni. Athugið að ef fleiri ein einn spá rétt fyrir um úrslitin verður sigurvegari valinn af handahófi úr hópi þeirra sem spáðu rétt.

NTV skólinn býður upp á margvíslegt nám sem fjölbreytt námskeið. Allt nám í skólanum er í boði í fjarnámi sem þýðir að námið er óháð staðsetningu.  Námsframboðið er hægt að skoða á heimasíðu skólans.

mbl.is