Íslenska Dota 2-deildin fer aftur af stað

Skjáskot/twitch.tv/Rafithrottir

Íslenska deildin í Dota 2 hefst á ný þann 30. október og er skráningin í fullu fjöri sem stendur.

Skráningin er opin fram að 30. október og stendur keppnistímabilið yfir frá þeim degi fram að 14. janúar.

Hvert lið greiðir 5.000 krónur í þátttökugjald sem mun síðan raðast niður á efstu þrjú liðin sem verðlaunafé að tímabili loknu.

Stækka og tengja samfélagið

Í tilkynningu segir mótastjórn að markmið mótsins sé að „stækka, tengja og hrista saman Dota 2-samfélagið á Íslandi“, líkt og Aleksander Mojsa greindi nýlega frá í samtali við mbl.is.

Skráningarform má finna með því að fylgja þessum hlekk, en þar eru líka nánari upplýsingar um mótið og reglurnar.

Íslenska Dota-samfélagið heldur einnig uppi Facebook-hóp ásamt Discord-rás, en þar er hægt að senda inn ýmsar fyrirspurnir eða nálgast nánari upplýsingar um þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert