Keppt í Counter-Strike í Arena

Arena.
Arena. Ljósmynd/Arena

Laugardaginn 29.október næstkomandi verður keppt í Counter-Strike, sívinsæla skotleiknum, í Arena rafíþróttahöllinni í Kópavogi.

Aðeins geta 10 lið skráð sig til leiks og tekið þátt og því þarf að hafa hraðar hendur viljir þú skrá þig og þitt lið til leiks!

Mótsfyrirkomulag
Mótsfyrirkomulagið er einfalt og þægilegt. Keppt verður í tveimur fimm liða riðlum þar sem allir keppa á móti öllum, eftir það fara tvö efstu liðin úr hvorum riðli áfram í undanúrslit, þetta fyrirkomulag er þó birt með fyrirvara um breytingar!

Mikilvægt að mæta á réttum tíma
Rafíþróttahöllin opnar klukkan 11:00 á laugardaginn og þurfa keppendur að vera mættir í hús hálftíma síðar, eða klukkan 11:30. Eftir það hefst riðlakeppnin og stendur yfir til klukkan 18 þegar úrslitaleikurinn hefst.

Allir leikirnir verða leiknir undir svokölluðu „Best Of 1” fyrirkomulagi sem þýðir að einungis þarf að vinna einn leik til þess að fá stig. Úrslitaleikurinn verður svo spilaður undir „Best of 3” fyrirkomulagi þar sem þarf tvo sigra til þess að vinna mótið.

Matur er mannsins megin
Veitingastaðurinn Bytes, sem staðsettur er í Arena ætlar að bjóða upp á pítsu-hlaðborð klukkan 14:00 og býðst keppendum sem og áhorfendum að næra sig fyrir 2.000 krónur.
Meira um mótsgjald, skráningu, reglur og verðlaun má finna á heimasíðu Arena

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert