Sims 4 orðinn frír og næsta kynslóð af Sims í þróun

The Sims 4.
The Sims 4. Grafík/Electronic Arts

Forvitnir tölvuleikjaspilarar geta nú nælt sér í tölvuleikinn Sims 4 á Steam þar sem hann er nú orðinn gjaldfrjáls til spilunar.

Þar fyrir utan hefur EA nú tilkynnt um að þróun á næstu kynslóð Sims sé hafin.

Þróun á næstu kynslóð hafin

Næsta kynslóð Sims-leikjanna gengur undir nafninu Rene-verkefnið og er aðeins á byrjunarstigi þróunarferlisins. Í Rene-verkefninu geta leikmenn spilað á glænýjan máta en þá geta leikmenn valið um að spila með sjálfum sér eða með öðrum.

Eins má búast við því að bæði hegðun og hugsanaferli Simsa muni taka stakkaskiptum.

Persónuleikapróf auðveldar valið

Á Steam er því hægt að sækja grunnleikinn sér að kostnaðarlausu en fjölmargir auka- og efnispakkar eru á afslætti.

Þar sem fjölmargir aukapakkar eru til fyrir Sims 4 er auðvelt að fá valkvíða, en ekki þarf að hafa áhyggjur af því. Teymi markaðsfræðinga hefur hannað sérstakt persónuleikapróf sem var sett upp á Steam fyrir Sims 4-leikmenn.

Niðurstöður prófsins auðvelda leikmönnum að velja hinn fullkomna aukapakka fyrir sig með ráðleggingu að pakka útfrá svörunum. Í prófinu er spurt hvað viðkomandi myndi gera í mismunandi aðstæðum við spilun Sims.

Má þar nefna dæmi eins og hvernig viðkomandi myndi eyða 600 Simskrónum (e. Simoleons) eða þá hvernig best væri að drepa tímann meðan þrumuveður gengur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert