Tekist á í Rocket League

Arena-deildin í Rocket League.
Arena-deildin í Rocket League. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Níunda umferð Arena deildarinnar í Rocket League fór fram í gærkvöldi. Fyrir níundu umferðina sátu LAVA einir á toppi deildarinnar en Breiðablik í því öðru, aðeins tveimur stigum á eftir LAVA.

Miðja deildarinnar er hníjöfn, en þar berjast liðin Þór, 354 esports, Pushin P og Breaking Sad um þriðja sætið. Midnight Bulls á góðri leið að ná miðjupakkanum en BluelaGOONS eiga hinsvegar lengra í land.


LAVA og BluelaGOONS

Fyrsti leikur kvöldsins var LAVA gegn BluelaGOONS og áttust þar við efsta og neðsta lið deildarinnar. LAVA átti ekki í erfiðleikum í gærkvöldi og sigldi inn 3-0 sigur í viðureigninni og tók stigin tvö og tryggðu stöðu sína á toppnum.

Pushin P og Breaking Sad

Annar leikur kvöldsins var alvöru miðjuslagur þar sem Pushin P og Breaking Sad áttust við. Liðin eru bæði að berjast um þriðja sæti deildarinnar og því mikilvæg viðureign fyrir þau tvö.
Viðureignin milli þessarra tveggja liða var jöfn en Breaking Sad náði að tryggja sér 3-1 sigur í gærkvöldi.

Midnight Bulls og 354 esports

Þriðji leikurinn var svo Midnight Bulls og 354 esports. Með sigri gat Midnight Bulls komist nær miðjupakkanum og mikilvægt fyrir þá að vinna.

354 esports mættu sterkir til leiks og tóku seríuna 3-0 sem og þriðja sætið í deildinni. Midnight Bulls situr í því næst neðsta fjórum stigum frá næsta liði.

Breiðablik og Þór

Síðasti leikur kvöldsins var svo Breiðablik gegn Þór þar sem Breiðablik þarf sigur til þess að reyna halda í við LAVA og reyna ná efsta sæti deildarinnar. Breiðablik sýndi góða takta í viðureigninni gegn Þór og tók Þórsara smástund að komast í gang.

Breiðablik vann fyrstu tvo leikina þar til Þór náði að sigra en það var aðeins of seint þar sem Breiðablik vann leikinn eftir það og vann því seríuna 3-1.

Staðan í deildinni

Staðan eftir 9.umferð Arena Deildarinnar.
Staðan eftir 9.umferð Arena Deildarinnar. Grafík/RLÍS

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is