Takmarkast ekki lengur við kynþætti

Nú geta allir kynþættir innan World of Warcraft spilað sem …
Nú geta allir kynþættir innan World of Warcraft spilað sem Rogue-, Presta- eða Mage-klassi. Grafík/Blizzard

Það styttist óðum í útgáfu nýjasta aukapakkans í World of Warcraft, Dragonflight, og er fyrsti fasi forútgáfu leiksins kominn í loftið.

Dragonflight kemur út þann 28. nóvember en á miðvikudaginn var WoW uppfærður með nýjungum úr Dragonflight.

Nú hafa leikmenn fengið nýtt kerfi við uppbyggingu hæfileika, nýtt hæfileikatré var kynnt til leiks en áður var aðeins eitt.

Allir kynþættir geta spilað sem Rogue

Að sama skapi voru gerðar breytingar á notendavalmynd (e. UI) og glæju leikmanna (e. HUD).

Þrír klassar hafa einnig verið gerðir spilanlegir fyrir hvaða kynþátt sem er. Það þýðir að Mage-, Presta-, og Rogue-klassarnir takmarkast ekki við kynþætti lengur.

Þrír erlendir efnishöfundar greina nánar frá þessu í myndbandinu hér að neðan en uppfærsluatriðin má lesa á heimasíðu World of Warcraft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert