Aldrei hagnast jafn mikið jafn hratt

Leikurinn selst í fjölmörgum eintökum.
Leikurinn selst í fjölmörgum eintökum. Skjáskot/Activision

Nýjasti leikur Activision, „Call of Duty: Modern Warfare 2“, hættir ekki að slá met og í gær var enn eitt metið slegið.

Söluhæstur í sögu Call of Duty

Hagnaður leikjaframleiðandans náði í gær yfir einn milljarð bandaríkjadollara sem jafngildir rúmlega 148 milljörðum íslenskra króna.

Þessar tölur tók framleiðandann einungis tíu daga að ná, sem sýnir gríðarlegar vinsældir leiksins.

Fyrra metið átti leikurinn „Call of Duty: Black Ops 2“, sem er heimsfrægur leikur og oft sá fyrsti sem fólki dettur í hug þegar það heyrir minnst á Call of Duty.

Black ops 2 náði að selja fyrir milljarð bandaríkjadollara á fimmtán dögum árið 2012 og var því um tíu ára gamalt met slegið í vikunni.

Há gæði eru í leiknum.
Há gæði eru í leiknum. Skjáskot/Activision

Vinsæll leikur

Það er greinilegt að þessir leikir Activision eru geysivinsælir þar sem þeir halda áfram að slá ný met daglega.

Nýi leikurinn þeirra, Modern Warfare 2, hefur slegið met nánast daglega síðan hann kom út en hann sló einnig met á leikjatölvunni Playstation fyrir stærsta útgáfudag í leikjasölu.

Nýjar viðbætur 

16. nóvember næstkomandi kemur stór uppfærsla fyrir leikinn en þá er Activision að gefa út Warzone 2 sem er eins konar sjálfsbjargarskotleikur (e. Battle royale).

Warzone snýst um að reyna að verða sér úti um skotvopn og taka út aðra leikmenn þar til einn stendur eftir sem sigurvegari.

Warzone fær uppfærslu.
Warzone fær uppfærslu. Grafík/Activision

Warzone 1 naut mikilla vinsælda og eru stjórnendur Activision vongóðir um að nýja uppfærslan muni koma leikmönnum á óvart og standa undir væntingum.

Leikurinn tekur sífelldum breytingum og betrumbótum hvern einasta dag og eru spilendur gríðarlega ánægðir með hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert