Lionel Messi á vígvellinum

Lionel Messi kemur sem viðbót í Modern Warfare 2.
Lionel Messi kemur sem viðbót í Modern Warfare 2. Samsett mynd/AS

Fótboltamenn gera oft stóra auglýsingasamninga en þetta gæti verið sá merkilegasti lengi.

Lionel Messi ásamt tveimur vel þekktum fótboltamönnum, Neymar Jr. og Paul Pogba, munu vera aðgengilegir í skotleiknum Call of Duty: Modern Warfare 2 sem spilanlegar persónur.

Nokkrar af stórstjörnum fótboltans.
Nokkrar af stórstjörnum fótboltans. Skjáskot/Activision

Sneisafullur mánuður

Þessi viðbót í leikinn er hluti af Modern Warfare FC viðburðinum og geta spilarar keypt þessar sérútgáfur af persónum í skotleiknum.

Ásamt þessum viðburði er Call of Duty að gefa út leikhaminn Warzone 2 sem viðbót við leikinn sinn en sú viðbót er gjaldfrjáls öllum.

Activision, leikjaframleiðandi Call of Duty, fer í samstarf við þessar stjörnur með það í huga að fótbolti verður á vörum margra komandi vikur þar sem HM í fótbolta hefst síðar í mánuðinum.

Myndir sýna leikmennina í baráttuklæðum.
Myndir sýna leikmennina í baráttuklæðum. Skjáskot/Activision

Hver leikmaður fær sinn eigin útgáfudag þar sem Neymar Jr. kemur fyrstur 21. nóvember, svo Paul Pogba þann 25. nóvember, og að lokum kemur Lionel Messi 29. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert