Atlantic Seafood kaupir íslenskt rafíþróttalið

Atlantic Seafood hefur lokið kaupum á rafíþróttaliðinu NÚ.
Atlantic Seafood hefur lokið kaupum á rafíþróttaliðinu NÚ. Ljósmynd/AtlanticSeafood

Atlantic Seafood og NÚ hafa komist að samkomulagi um að þeir fyrrnefndu verði nýir eigendur liðsins í Ljósleiðaradeildinni.

Atlantic Seafood hefur fengið allan rétt til þess að tefla fram liði í Ljósleiðaradeildinni í stað NÚ og hafa nafnabreytingar átt sér stað á liðinu, og er nýtt nafn liðsins Atlantic Seafood.

Atlantic Seafood er fiskútflutningsfyrirtæki sem stofnað var árið 2016 og hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Fyrirtækið er með stærri útflutningsfyrirtækjum landsins á óunnum fiski.

Atlantic hefur lokið kaupum á rafíþróttaliðinu NÚ.
Atlantic hefur lokið kaupum á rafíþróttaliðinu NÚ. Grafík/AtlanticSeafood

Metnaðarfullt starf

Mbl.is tók viðtal við Gunnar Val Sigurðsson, einn eigenda Atlantic Seafood í kjölfar eigendaskiptanna.

Aðspurður hvers vegna rafíþróttaliðið NÚ varð fyrir valinu tjáði Gunnar okkur að einn leikmanna NÚ, Bjarni Þór, hafi verið ein aðalástæðan.
„Við vorum í samskiptum við Bjarna hjá NÚ, hann er metnaðarfullur og við töldum það vera rétta leiðin fyrir okkur að komast inn í grasræturnar á Íslandi með liði undir hans stjórn“

Atlantic Seafood hefur áður verið partur af íslensku senunni en þá aðallega sem styrktaraðilar móta.

Þið hafið áður tekið þátt í íslensku Counter-Strike senunni, hvað kemur til?

„Við eigendurnir á Atlantic Seafood spiluðum leikinn sem guttar og höfum svo fylgst með eins og við getum og haft gaman af. Svo spilum við ennþá leikinn stökum sinnum en það eru nú kannski ekki á háu stigi.“

Draumurinn að komast á Blast Nordic

Mbl.is tók einnig viðtal við Bjarna Þór Guðmundsson sem er leikmaður Atlantic Seafood (fyrrum NÚ) varðandi nafnbreytinguna og komandi tíma fyrir liðið.

Bjarni Þór Guðmundsson leikmaður Atlantic.
Bjarni Þór Guðmundsson leikmaður Atlantic.

Hver eru ykkar markmið hjá Atlantic Seafood?

„Við erum í rauninni með sömu markmið og áður en núna komnir á næsta level, okkur langar að vinna deildina og líka vinna íslensku Blast undankeppnina. Svo langar okkur að halda sæti í ESEA keppninni, sem er nokkursskonar evrópudeild.“

Hvernig fara æfingarnar fram hjá ykkur?

„Við munum halda áfram skipulögðum æfingum, einn í liðinu okkar er ekki búsettur í Reykjavík og því fara æfingarnar fram yfirleitt í gegnum netið. Með tímanum langar okkur færa okkur í aðstöðu í Reykjavík þar sem allir leikmennirnir munu geta æft og spilað saman.“

Atlantic leikur sinn fyrsta leikinn undir nýju nafni í kvöld í undankeppni Blast mótaraðarinnar en þeir mæta liðinu Viðstöðu sem leikur einnig í íslensku ljósleiðaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert