Íslenskt lið á stórmót

Blast Nordic Premier mótið 2021.
Blast Nordic Premier mótið 2021. Ljósmynd/TV2

Umspil fyrir mótaröðina Blast hófst í gærkvöldi. Íslenska Blast umspilið er fyrsta skref í áttina að stærri alþjóðlegum keppnum og gefur íslenskum liðum tækifæri á að sanna sig erlendis.

Sigurvegari keppninnar fær sæti í Blast Nordic keppninni, en sú keppni er stór norræn keppni og mæta mörg sterk lið þar til leiks.

Mikið undir

Í umspilinu er keppt í tvöfaldri útsláttarkeppni.

Þýðir það að lið sem tapar tveimur viðureignum dettur úr leik og því tækifæri að komast langt þótt lið tapi fyrstu viðureign sinni í umspilinu.

Allar viðureignirnar eru svokallaðar „BO3“, þar sem leiknir eru að hámarki þrír leikir og fyrra liðið að komast í tvo sigra vinnur viðureignina.

Efra og neðra leikjatré Blast umspilsins.
Efra og neðra leikjatré Blast umspilsins. Grafík/RÍSÍ

Rafíþróttasamtök Íslands mun sýna eins mikið frá mótinu og þau geta í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og twitch.tv/rafithrottir

Á myndinni má sjá þær viðureignir sem munu eiga sér stað í umspili Blast en í gær var ljóst hvaða lið færu í neðra leikjatré og munu þeir leikir fara fram á morgun, fimmtudag, klukkan 20.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert