Frá Brasilíu beint til Finnlands

Mótið fer fram alla vikuna.
Mótið fer fram alla vikuna. Ljósmynd/ElisaMasters

Stórt Counter-Strike mót er nú í gangi í Espoo í Finnlandi þar sem tólf lið eigast við í keppni um rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna.

Keppnin er stutt en þéttsetin liða sem eru með bestu liðum heims en þar má telja upp lið á borð við Astralis, Fnatic og BIG.

Stórmótið nýbúið

Ekki er komin vika síðan stórmótið í Brasilíu kláraðist og því hafa sum lið þurft að hafa hraðar hendur að koma sér frá Suður-Ameríku og til Finnlands.

Mótið er haldið í Espoo sem er í um 25 mínútna fjarlægð frá höfuðborg Finnlands, Helsinki.

Sigurstranglegir í keppninni

Liðið Astralis, sem var um sinn besta lið heims í skotleiknum, er talið sigurstranglegasta liðið í keppninni.

Liðið rétt svo missti af plássi á stórmótinu og hefur verið að æfa stíft á meðan mótið stóð yfir til þess að reyna sýna hvað þeir geta.

Astralis skrifuðu nýlega undir kaup á fyrrum leikmanni þeirra Nicolai „dev1ce“ Reedtz sem skipti yfir til liðsins Ninjas in Pyjamas en þurfti skömmu eftir félagsskiptin að draga sig úr keppni vegna kvíða og kulnunar.

Dev1ce leikur þó ekki með Astralis á Elisa Masters en liðsstjóri Astralis taldi það of snemmt fyrir hann að koma inn í liðið sem hefur æft án hans allt árið.

Astralis buðu Dev1ce velkominn heim.
Astralis buðu Dev1ce velkominn heim. Ljósmynd/Astralis

Á föstudaginn hefjast átta liða úrslit mótsins og úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi sunnudag.

Sýnt er frá mótinu á Twitch-síðu Elisa Masters.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert