Endurnýjun lífdaga í Sádi-Arabíu eftir ár á bekknum

KennyS í leik á stórmóti.
KennyS í leik á stórmóti. Ljósmynd/ESL

Kenny Schrub, betur þekktur sem kennyS, skrifaði nýverið undir samning við sádiarabíska liðið Falcons eftir að hafa setið á bekknum hjá liðinu G2 frá því í mars árið 2021.

KennyS var eitt sinn í hópi bestu leikmanna heims en oft sagður skapstór og hefur því oft misst sæti sitt í liðum og verið gert að skipta um lið.

Ferillinn kaflaskiptur

KennyS byrjaði ungur að spila Counter-Strike og vann sitt fyrsta mót einungis 11 ára gamall.

Fyrsta liðið sem hann spilaði með, 16 ára gamall, var liðið VeryGames.

VeryGames náði í fjórgang að komast í úrslit stórmóta en í öll skiptin tapaði liðið gegn Ninjas in Pyjamas.

Enginn komst nálægt því um langt skeið að leika ýmsa hluti leiksins eins vel og KennyS gerði. Hann hafði mikið sjálfstraust en því fylgdi líka stórt skap oft á tíðum.

Byrjaði ungur að spila Counter-Strike.
Byrjaði ungur að spila Counter-Strike.

KennyS missti samning sinn við VeryGames og var gert að finna sér nýtt lið sökum deilna sem hann átti í við liðsfélaga og stjórnarmeðlimi félagsins.

Frakkland efst í huga

KennyS leitaði alltaf eftir því að spila með frönskum liðum. Hann var hluti franskra leikmanna sem lið skiptu oft sín á milli og eftir að hann missti samning sinn við VeryGames var hann fenginn til liðs við Titan.

Titan var franskt lið og Kenny var einn lykilþáttur í velgengni liðsins.

Hann bar liðið oft á herðum sér og til dæmis má nefna úrslitaviðureign sem Titan tapaði 2-0 en Kenny var valinn maður mótsins þrátt fyrir að vinna það ekki.

Kaflaskipti í lífi hans

Ári eftir að Kenny kom til Titan var honum skipt yfir til liðsins EnVyUs, skipti sem voru umdeild um tíma en áttu eftir að koma sér vel fyrir Kenny.

Hann var hluti af liði sem vann stórmótið Dreamhack árið 2015.

Miklar breytingar urðu á frönskum liðum árið 2017 en Kenny endaði í liðinu G2 Esports og lék þar í tvö ár þar til hann var settur á bekkinn eftir að hafa misst dampinn og ekki spilað vel, sem leiddi til þess að andleg heilsa hans fór að versna. 

Núna næstum tveimur árum síðar hefur hann fengið fast sæti í liðinu Falcons með fyrrverandi félögum sínum úr frönsku Counter-Strike-senunni.

KennyS mun spila með fyrrum liðsfélögum sínum með Falcons.
KennyS mun spila með fyrrum liðsfélögum sínum með Falcons. Ljósmynd/Falcons

Markmið Falcons er að ná sæti á stórmóti í Counter-Strike í París 2023 að sögn KennyS sjálfs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert