Nýr ökuleikur sýnir götulistinni ást

A$AP Rocky er einn af tónlistarmönnum leiksins.
A$AP Rocky er einn af tónlistarmönnum leiksins. Grafík/EA

Nýr ökuleikur vinsælu leikjaseríunnar „Need for Speed“ sem ber nafnið „Unbound“ kemur út föstudaginn 02.desember en þeir sem forpanta geta hafið spilun þremur dögum fyrr.

Þema leiksins

Electronic Arts hefur gefið út að leikurinn innihaldi bæði gríðarlega raunverulegar útfærslur af bílum og gefi götulist vel undir fótinn.

Í leiknum verður hægt að breyta bílum að hætti spilarans og gera þá eins og spilarinn vill en einnig verða ýmsar skjábrellur þegar bíllinn er keyrður.

Sjá má skjábrellur leiksins.
Sjá má skjábrellur leiksins. Skjáskot/EA

Skjábrellurnar eru til að mynda litaður reykur úr dekkjum, teiknaðir vængir úr bílnum ef hann tekst á loft og línur myndast úr afturljósum bílsins ef keyrður hratt svo eitthvað sé nefnt.

Þetta er það sem skilur þennan leik frá öðrum ökuleikjum, sem einblína frekar á raunverulega ökuhæfileika bíla og kort gerð eftir alvöru borgum og löndum.

Skjáskot/EA

Líkindi milli leikja

Aðdáendur leikjaseríunnar hafa þó minnst á að leikurinn líkist heldur fyrri leikjum. Söguþráðurinn gengur út á að ökumenn keyri um kortið, safni peningum og stigum með því að taka þátt í keppnum og sleppa frá lögreglu sem reynir að stöðva götukeppnir.

Skjábrellurnar gera þó mikið fyrir útlit leiksins en fyrir þá sem vilja spila hefðbundinn Need for Speed verður hægt að slökkva á þeim.

Sumir hafa bent á að eiginleikar bílanna eru langt frá því að vera eins og er í raun, hafa líkt þeim við dótabíla og ekki sé pælt í þyngd eða ferð bílsins.

Vísað er þá í að minni bílar geta keyrt niður stærri bíla án þess að sjái á þeim minni.
Need for Speed er þó tölvuleikur sem einblínir meira á skemmtun frekar en annað.

mbl.is