Nýja útfærslan niðurlægir þá fyrri

Al Mazrah kortið.
Al Mazrah kortið. Skjáskot/Warzone

Nýútgefin uppfærsla á leiknum Warzone kom út fyrr í mánuðinum og er vel á veg kominn að slá öll fyrri met Call of Duty leikjasyrpunnar.

Langleiðina komin með nýtt met

Warzone 2 er viðbót við leikinn Call of Duty: Modern Warfare 2 sem kom út fyrir tæpum mánuði síðan og fór mikinn á markaði leikjaspilara.

Call of Duty birti á Twitter mynd sem sýndi að yfir 25 milljón spilarar höfðu spilað nýja Warzone 2 á fimm dögum.

Warzone 2 er gjaldfrjáls og því margir sem freistast til að prófa leikinn einungis út frá þeirri staðreynd og vinsældum leiksins á heimsvísu.

Þess má þó geta að það tók fyrri útfærslu á Warzone tíu daga að ná 30 milljón spilurum og því talið líklegt að sá nýi muni gera betur en gamli.

Yfir 25 milljón spilarar á fimm dögum.
Yfir 25 milljón spilarar á fimm dögum. Grafík/WZ

Tæknileg vandræði frá byrjun

Leikurinn sem er gjaldfrjáls fékk gríðarlegt magn niðurhalninga daginn sem hann kom út og höndlaði vart alla spilarana.

Þrátt fyrir alla tæknilegu örðugleikana þá náði leikjaframleiðandinn að hitta naglann á höfuðið.

Leikurinn gerist í korti sem fær innblástur frá Austur-Evrópu en borgin er kölluð Al Mazrah. Spilarar segja kortið vera eitt það skemmtilegasta sem hefur verið spilað.

Fær háa einkunn

Spilarar hafa notið vel að spila leikinn, það virðist hafa tekist vel til að hanna ökuhæfileika bílanna og skemmtileg viðbót við Warzone leikinn að geta notað bíla í bardaga.

Spilarar hafa líka hrósað framleiðandanum fyrir að gera rúm fyrir bátum á kortinu og eru margar ár sem hægt er að ferðast um á bátum og komast hraðar um en á fótum.

Leikurinn fær 8 af 10 möglegum stigum frá flestum gagnrýnendum en 4 af mögulegum 5 stjörnum hjá virtustu gagnrýnendum tölvuleikja.

Það verður áhugavert að sjá hversu langt Warzone 2 nær að fara og hvort vinsældirnar aukist ekki bara með tímanum.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is