BEINT: Úrslit Arena Deildarinnar í Rocket League

Íslandsmeistari verður krýndur í dag.
Íslandsmeistari verður krýndur í dag. Ljósmynd/RL

Úrslit Arena Deildarinnar ráðast í dag og er dagskrá hafin í beinni útsendingu.

Íslandsmeistari verður krýndur seinna í dag og er mikil spenna hver vinnur titilinn í ár.

Þór gegn Breiðablik hefst klukkan 14.00 og mun sigurvegari þeirrar viðureignar fara í úrslitaleikinn og mæta þar LAVA Esports.

Sýnt verður frá lokadeginum á Twitch rás Rocket League Iceland.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is