Heimamenn unnu Blast mótið

Nicklas Bendtner mætti í höllina og sýndi góða takta.
Nicklas Bendtner mætti í höllina og sýndi góða takta. Ljósmynd/brcho_

Liðið Heroic keppti á heimavelli um helgina en leikmenn liðsins tóku sig til og unnu mótið fyrir framan 12.000 áhorfendur.

Þetta er fyrsta stórmót sem Heroic vinnur.

Úrslitaleikurinn fór fram í gær, sunnudag, og kepptu þar Heroic gegn FaZe.

Gríðarleg stemning var fyrir leiknum en liðsmenn Heroic eru allir danskir og heyrðust því fagnaðaróp í hvert sinn sem liðið vann stig í viðureigninni. 

Heroic vann sinn fyrsta titil.
Heroic vann sinn fyrsta titil. Ljósmynd/brcho_

Síðasta stórmót ársins

Bæði lið höfðu fyrir úrslitaleikinn tryggt sér þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins en það fer fram í Dubai í desember og er á vegum Blast.

Liðsmenn Heroic munu eflaust koma hungraðir inn í það mót en þeir unnu 425.000 dollara í gær. 

Verðlaunafé síðasta mótsins í Dubai er hálf milljón dollara fyrir fyrsta sæti. 

Litu betur út

Nokkur lið komu inn í mótið eftir svekkjandi stórmót í Brasilíu eins og Ninjas in Pyjamas sem tapaði öllum sínum leikjum í Brasilíu.

Ninjas in Pyjamas fengu nýlega nýjan fyrirliða en þeir höfðu einungis keppt nokkra leiki saman fyrir Brasilíu og því alveg viðbúist að erfitt yrði fyrir þá að komast yfir mismunandi leikstíla og tungumálaörðugleika.

Aleksib nýr fyrirliði NIP.
Aleksib nýr fyrirliði NIP. Ljósmynd/brcho_

Ninjas in Pyjamas gerðu sér þó lítið fyrir og slóu út liðið Natus Vincere sem situr í dag í þriðja sæti heimslistans og hafa einn besta leikmann í Counter-Strike innanborðs. 

Ninjas in Pyjamas töpuðu þó svo fyrir FaZe í undanúrslitum en mörg merki bætinga úr þeirra búðum 

Liðin OG, Liquid og G2 tryggðu sér þátttökurétt á stórmótinu í Dubai með sinni frammistöðu í Danmörku.

Síðasta stórmót í Counter-Strike „BLAST Premier World Final 2022“ hefst 14.desember.Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is