LAVA Esports Íslandsmeistarar

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Rocket League.
Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Rocket League. Aðsend mynd

LAVA Esports vann Íslandsmeistaratitilinn í Rocket League í gær eftir sigur á Breiðablik.

Keppt var í gær í einum undanúrslitaleik þar sem Breiðablik hafði betur í viðureign gegn Þór og komst með því í úrslitin gegn LAVA Esports

Vel tekið á móti fólki

Arena tók vel á móti keppendum og áhorfendum um helgina en úrslitakeppnin var leikin þar með útsendingu sýnda á stórum skjá og tilboð á mat á veitingastað Arena. 

LAVA komst í gegnum efra leikjatréð ósigrað en Breiðablik datt niður í það neðra eftir tap fyrir LAVA fyrr í leikjatrénu. 

Leikjatréð fyrir úrslitin.
Leikjatréð fyrir úrslitin. Grafík/RLÍS

Mbl.is óskar LAVA Esports innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og meðfylgjandi eru myndir frá sigurathöfn í Arena.

Liðsmenn LAVA fagna titlinum.
Liðsmenn LAVA fagna titlinum. Ljósmynd/Gunnar Þór Sigurjónsson
Leikmaður LAVA, Cynical, í viðtali eftir leik.
Leikmaður LAVA, Cynical, í viðtali eftir leik. Ljósmynd/Gunnar Þór Sigurjónsson

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is