Eitt goðsagnakenndasta kort í sögu Counter-Strike og mögulega í sögu fyrstu persónu skotleikja, Dust 2, var í vikunni fjarlægt af lista virkra keppniskorta í Counter-Strike.
Kortið Anubis, tekur við af Dust 2.
Dust 2 hefur verið eitt vinsælasta kort í sögu Counter-Strike og má rekja vinsældirnar til þess hversu gott jafnvægi er á kortinu.
Dust 2 er jafnframt eitt þekktasta kennileiti leiksins og því vinsælt hjá mörgum spilurum og keppendum.
Kortið er hannað undir áhrifum frá arkitektúr eins og þekkist í Mið-Austurlöndum.
Sýnileg merki stríðs er víða að finna á Dust 2 kortinu svo sem herbílar og skemmdir veggir eftir byssuskot og sprengingar.
Enn verður hægt að spila kortið í ýmsum leikhömum (e. gamemodes) Counter-Strike en Anubis tekur við í keppnissenunni í stað Dust 2.
Breytingin kemur í kjölfar stórmótsins í Brasilíu, sem Outsiders unnu.
Þar sem fyrsta stórmót ársins 2023 er skammt undan er ólíklegt að liðin hafi vanist spilun í Anubis og því talið líklegt að fyrirliðar liðanna bannið það þegar þau kjósa um kort fyrir viðureignir.
Einum átján mánuðum eftir að Anubis var bætt í Counter-Strike fær það núna tækifæri til spilunar af þeim bestu sem nú geta bætt nýju korti í vopnabúr sitt.
Margir eru þó ósáttir við þessa breytingu sökum mikilvægis Dust 2 í sögu leiksins.
Áhrifin eru ekki talin mikil fyrir stærstu liðin sem velja frekar að spila önnur kort og hafa gert í þónokkurn tíma.
Anubis er byggt á svipuðum arkitektúrstíl og Dust 2 en á þó að svipa til borgar í Egyptalandi. Anubis er einungis annað kortið í sögunni, hannað af spilara, til þess að komast á lista virkra keppniskorta.
Einungis nokkur lið hafa valið sér Dust 2 til trausts og halds og munu lið eins og Heroic, MOUZ, FURIA, Fnatic og Ninjas in Pyjamas græða mest á þessu enda eru það lið sem hafa undanfarið bannað kortið fyrir allar viðureignir.
Líklega fáum við að sjá kortið á stórmótum á komandi mánuðum en þó ekki er víst að það verði spilað á næstkomandi stórmóti í Dubai sem er jafnframt síðasta stórmót ársins.
Áhugavert verður að fylgjast með því hvort betri liðin muni velja kortið til þess að sýna mátt sinn og græða því á reynsluleysi spilara eða munu þau velja kort sem þau kunna eins og höndina á sér?